Við Sólveig elskum bænaveifur enda eru þær alveg stórkostlega fallegt fyrirbæri, bæði að sjónrænu og táknrænu leyti.
Leiðsögumannsgimpið okkar hann Dharma sem gekk yfirleitt a.m.k. 100 metra á undan okkur. Þegar hann gekk samferða okkur lét hann annað slagið útúr sér leiðsögumannsgullmola eins og "vá hvað þetta er skrítið blóm". Aðspurður hvaða blóm þetta væri hugsaði hann sig um stutta stund og kom svo með áreiðanlegt svar eins og t.d. þetta er alparós, eða þetta er fífill. Við Sólveig vorum yfirleitt ekki sannfærðar um sannleiksgildi nafngifta hans. Ég verð samt að játa að hann benti líka stundum á dýr og kom með ýmsar álíka gáfulegar athugasemdir um þau. Fyndinn asni. Bara dæmi. Jájá. Sem sagt mjög góður leiðsögumaður, einmitt.
Eftir vænu veltuna mína niður grjóti prýdda brekkuna settist ég á bak eins uxans og af stað lögðum við, hetjan mín hún Sólveig ennþá gangandi, áleiðis á toppinn. Stuttu seinna varð hálofta-vanlíðan Sólveigar þvílík að hún skreið á bak hins uxans og áfram héldum við í halarófu. Greyið uxarnir áttu í erfiðleikum með að klöngrast í gegnum snjóskaflana, en fylgdarmenn okkar og eigendur uxanna hlupu yfir eins og ekkert væri. Enda með töluvert þykkara blóð en við sjávarmálsbörnin og í töluvert mikið betra formi en við borgarbörnin.
En á fararskjótum okkar komumst við tiltölulega heilar uppá toppinn (þó að sama saga hafi ekki verið um fatnaðinn okkar) og þar hörkuðum við okkur í gegnum stutta myndatöku, glæsilega þó. Þá var ekkert annað að gera en að reyna að koma sér hinum megin niður, ferli sem tók 5 klst subbulegt ferðalag niður sleipar slabb-brekkur og yfir djúp moldardrullusvöð.
2 Comments:
Svakalegt - hvar eruð þið staddar núna?
Inga. Mér finnst ósanngjarnt að við séum ekki í Myanmar núna. Mig langar þangað.
Skrifa ummæli
<< Home