What's going on in the kitchen?

cause I don't know what's cooking

mánudagur, maí 21, 2007


dúllurassar


















lítið hof í litlu þorpi uppí fjalli











já þarna býr ennþá fólk, og fyrir ofan þetta stórglæsilega þorp er lítið munkaklaustur eins og sjá má.













Altari 92 ára gamals Lama í pínulitlu klaustri hátt uppí fjalli fyrir ofan þorp sem við gistum í 2 nætur. Sem partur af ferlinu til að aðlagast háfjallaloftinu gengum við upp snarbratta fjallshlíð og heimsóttum þennan gamla prest. Hann býr sem sagt þarna einn með blindri konunni sinni. Síðast er vitað til að hann hafi farið niður úr klaustrinu sínu var fyrir 2 árum þegar þau skötuhjúin héldu til Kathmandu svo konan hans gæti farið í augnaðgerð. Ekki skil ég hvernig þau komust niður bratta brekkuna hvað þá heldur upp hana aftur. Þorpsbúar fara til þeirra nokkrum sinnum í viku með birgðir og þau fá reglulega heimsóknir frá göngufólki. Hann tekur á móti ferðamönnunum og gegn smávægilegri greiðslu veitir hann blessun fyrir göngunni og tesopa. Forvitnileg heimsókn var þetta og við stöllur skildum eftir smá minjar um okkur svo hann gæti haldið áfram að biðja fyrir okkur og blessa





















2 Comments:

At 3:41 e.h., Blogger Erla said...

æi hvad thetta vekur mina ferdaløngun.

æææææ frabærlega fallegar myndir

kv. Erla

 
At 3:41 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

alveg sammála systur minni, langar til útlanda í bakpokaferð!! Hlakka til að skoða fleiri myndir :)

 

Skrifa ummæli

<< Home