What's going on in the kitchen?

cause I don't know what's cooking

þriðjudagur, maí 22, 2007

Já, gangan var soldið löng og mikið af myndum úr henni...

..pásurnar nýttar til að smyrja sig með sólarvörn. Ekki veitir af þegar maður kemur svona nálægt sólinni. Þarna vorum við komnar í 3060 metra... bara tæpir 2400 metrar eftir, hahaha. Það er ívið skrítið þegar fuglarnir fara að hringsóla fyrir neðan mann í stað þess að hringsóla langt fyrir ofan. Skiptingin átti sér stað um þetta leyti






Sama dag og við heimsóttum Lamann uppí fjallli gengum við uppá lítinn jökul hinum megin við bæinn. Þar vorum við svo lánsamar að hitta á lítinn hóp fólks sem við höfðum gengið fram hjá nokkrum dögum áður. Þá höfðum við undrast mikið á því hvernig einn þeirra gæti gengið í hinum ljótasta og þykkasta leðurjakka í þessum hita, sem og hneykslast á stúlku sem gekk í gallabuxum, með litla handtösku og henti frá sér rusli á 5 metra fresti. En þegar við sáum þau aftur uppá jöklinum fylltumst við lotningu og aðdáun þar sem þau voru að taka upp hið stórglæsilegasta tónlistarmyndband við ansi bollywood skotið lag. Hahahaha. það var fyndið. Gaman að fylgjast með leðurjakkamanninum telja taktinn fyrir mökunardans leikaranna/söngvaranna, sem þau dönsuðu á tásunum að innlendra sið...eða hvað?



















Uppi á þessum jökli kenndi sum sé ýmissa grasa. Einnig fannst okkur athyglisvert að fylgjast með Nepölum reisa við kamar jökulsins. Hafði hann greinilega fokið um koll og holan því berskjölduð fyrir veðri og vindum. Mundi eflaust næða um bossann ef einhver þyrfti að létta á sér. Kenndu þeir eflaust í brjósti um þá sem ættu sér engra annarra úrkosti en að lofta um rassinn meðfram tæmingu, svo að obbossí, kofinn var reistur við. Einnig voru þeir svo góðir að koma standspítunum á réttan stað, svo hægt væri að standa á hástæði við verkið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home