What's going on in the kitchen?

cause I don't know what's cooking

þriðjudagur, febrúar 27, 2007

VÚHÚ!!! yfirgef eyjuna góðu 13.mars og verð komin til Kathmandu kl.16.00 14. mars, á afmælisdegi hinnar elskulegu Sólveigar systur. Planið er Nepal - Tíbet - meiri Kína - Mongólía - Rússland - London - Reykjavík. Áætluð heimkoma 21. maí. Sveigjanleg dagsetning þó. Húrra húrra húrra. Er orðin líkt og gatasigti af bólusetningum og á tvær eftir. Fokksjitt hvað bólusetningar kosta morð fjár á þessu landi. En vel þess virði býst ég við :) Ahh. það er kominn ferðafiðringur í mallann minn. Nú þurfum við stöllur bara að gera stórinnkaup í apóteki, smá gróf ferðaplön og svo bara ready, set, go!
Og já, þarf kannski að skrifa eitt stykki rannsóknarverkefni áður en ég fer. Nú er komin pressa á að klára það verk og því hugsa ég að það gangi betur. Eins og sannur Íslendingur vinn ég best undir mikilli pressu.
Jæja. Varð bara að tilkynna þessar stórkostlegu fréttir.
Ást, knús og kossar til ykkar allra!
Inga Lára

8 Comments:

At 3:04 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jei! Til hamingju með keypaða miða! Þetta verður hið ógurlegasta ævintýr.

 
At 7:38 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

takk fyrir ástina til mín. Ég þurfti á henni að halda!

 
At 9:43 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gangi þér vel með verkefnið...við hin svitnum yfir meinafræðinni á meðan...spennandi ferðaplön, get einmitt ekki beðið eftir því að fara til Kenya

 
At 11:01 f.h., Blogger Sólveig og Georg said...

úffff hvað ég væri til í svona ferðalag, áfram þið!!! Heimta lítinn kínabúning á krílið ;)

 
At 3:30 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Skiptar tilfinningar. Milli samglaðnings og biturleika. Ég er jafn glaður með það að þú sért að fara í svona skemmtilega ferð, og ég er leiður yfir því að þú skulir vera að fara. En húrra fyrir frábæru plani!

 
At 4:11 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

aumingja þú Jóndi, alltaf skilinn eftir heima.......

 
At 4:46 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

bú fokking hú



..

djók.
æi..dúllan

 
At 9:05 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

ég vorkenni mér sko ýkt mikið.

 

Skrifa ummæli

<< Home