What's going on in the kitchen?

cause I don't know what's cooking

laugardagur, maí 26, 2007


Þegar við höfðum klöngrast á okkar dramatíska hátt yfir Thorung La, 5416 m háa fjallaskarðið, komum við í lok dags að Muktinath. Muktinath er einn heilagasti staður bæði búddista og hindúa og margir fara þangað í pílagrímsferð, ganga jafnvel alla leið frá Indlandi. Þarna eru ótalmörg hof, tvær sundlaugar með ísköldu, heilögu vatni og röð af eins konar sturtum með heilögu vatni, raðað í hálfhring. Þeir sem baða sig í heilaga vatninu byrja þá á því að ganga hálfhringinn og þvo sér uppúr hverri bunu og hoppa svo útí fyrri laugina og þá í þá seinni. Ískalt vatn í ískulda. Brrr. Í Muktinath má finna öll frumefnin, þar er uppsprettulind sem og náttúrulegt gas sem gýs uppúr lítilli holu og kveikir eld og er það helsta ástæða heilagleika þessa staðar.



Tveir kallar á leið útúr hindú hofi fyrir Vishnu. Þar sem við erum skítugir ekki hindú-trúar útlendingar máttum við ekki fara þarna inn. Þetta á samt að vera rosa fínt. Eitt elsta Vishnu hofið.



Nokkrar konur í fallegum rauðum baðfötum að gera sig tilbúnar fyrir heilaga dýfu. Ji ég dáist að hraustleika þessa fólks. Reyndar var þarna óvenju hátt hlutfall af kvefuðu hóstandi fólki. Hmmm..






Fallegir Shiva hindúar kyrjandi í morgun- sárið







Smá marin ...haha ... byrjunareinkennin. Hér sést samt ekki fallega og litríka landakortslíka marið sem náði yfir allan rassinn og niður eftir lærunum. Synd og skömm.

1 Comments:

At 3:37 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Fekkstu lika spelkur a kjalkana?

xxx Erla :)

 

Skrifa ummæli

<< Home