Vissuð þið að um áramótin hækkaði einstaklingsgjald í sund fyrir fullorðna úr 280 krónum í 350 krónur???!!?! Það er alveg fáránlega dýrt, eiginlega bara útí hött. Á sama tíma og það er verið að hvetja börn og fullorðna til að hreyfa sig, sem og fjölskyldur að eyða meiri tíma saman, og sundlaugar er hin fullkomna staðsetning fyrir hvoru tveggja.
En í morgun fór ég í sund í Laugardalslauginni. Það var yndislegt. Sólskin og köld blíða. Ég fann húðina drekka í sig sólargeislana og hefja á ný myndun D-vítamíns líkt og speedy gonzales, eftir langan og strangan sólarlausan vetur.
Að fara í bíó á myndir sem sýndar eru undir nafni Græna ljóssins kostar 1000 í stað hins 900 króna fokdýra og hefðbundna miðaverðs. Ekki bað ég einhvern hóp sem telur sig representa alvöru kvikmyndaunnendur á Íslandi að taka til þessara aðgerða.
Ég fór samt í bíó um daginn á mynd sem Græna ljósið hefur tekið undir sinn verndarvæng. Og skemmti mér stórvel. Auk þess sem að myndin var ótrúlega góð hef ég aldrei hitt jafn marga sem ég þekki óvænt í bíó áður. En ekki gafst mér færi á að kaupa miða á myndina án þess að heyra undir græna ljósið. Ég var sko móðguð, hefði haldið að styttri tími í bíósalnum ætti að leiða til lækkaðs miðaverðs ef eitthvað er. En nei, tap á sjoppunni. Drasl.
Boðskapur þessa er sem sagt: Allt lætur maður yfir sig ganga.
1 Comments:
vei blogg. Meira meira!!
Skrifa ummæli
<< Home