Jæja krúttunabbarnir mínir..
þá er ég bara allllltí einu einn Íslendingur. Hefur farið ansi hratt fækkandi síðan hámarki var náð á föstudaginn með 4 Íslendingum. Feðgin fóru í gær og svo fór Jón Trausti í morgun. Það var nú hugguleg heimsókn. Ekki fengum við ýkja miklu áorkað. Skoðuðum reyndar Naturhistoriska riksmuseet á laugardaginn. Það safn var troðfullt af börnum. Og ekki að ástæðulausu þar sem safnið virðist vera að miklu leyti byggt til að vekja áhuga ungu kynslóðarinnar. Sem er frábært. Þar er allt málað í skemmtilegum litum, textarnir við uppstillingarnar eru einfaldir og með stóru letri, uppstillingar og sýnishorn eru í réttri hæð fyrir litla fólkið og fullt af einföldu og gagnvirku fræðsluefni. Alls kyns tölvuleikir og annars konar leikir, litlar tröppur og brýr yfir læki sem eru málaðir á gólfið. Og þvílík gleði og æsingur sem þarna ríkti. Ég var alveg búin á því eftir klukkutíma inná safninu. Ekki af mínum æsingi heldur litlu manneskjanna. Mér var ósjálfrátt hugsað til skólaferðalaga í Árbæjarsafnið, Þjóðminjasafnið eða önnur svipuð íslensk söfn, þar sem varð að tala lágt og ekkert mátti snerta. Það vakti reyndar margt þar forvitni mína, en þetta safn vakti þar að auki mikla gleði og kátínu. Reyndar hef ég alltaf verið mjög hamingjusöm með risaskjaldbökuna í Náttúrugripasafninu. Svo er ég ógó móðguð yfir að risaeðlurnar skyldu fara áður en ég hafði tækifæri á að sjá þær. Hefði alveg verið til í að sjá þessi flykki í alvörunni. Kannski ekki í miklu návígi....svona bara í gegnum kíki eða eitthvað.haha.
Annars fórum við Jón Trausti líka í göngutúra um Stokkhólm, brúkuðum metróið eins og Jón sýnir fallega hér fyrir ofan, skoðuðum nýopnað míní-skautasvell niðrí bæ og fengum okkur fáránlega sjúklega góða súkkulaðiköku og ýkt huggulegu og heitu kaffihúsi. Mmmm. Hér má sjá hvað ég var ánægð með þessa kaffihúsaferð. Jájájá. Að hugsa sér að svo mikilli gleði og fegurð sé hægt að ná á mynd.
Einnig fór tími í fréttaflutninga frá Ísalandi, ofát, rauðvínsdrykkju og ánægju með demókrata. Og hvað er málið með fáránlega bitra löggumanninn í Hás? Fyrir eina rassamælingu. Hrmph.
Hahaha. Ég var næstum búin að gleyma partýinu sem við fórum í á föstudaginn. Það samanstóð af svona 7 blindfullum manneskjum, þar af 2 bekkjarbræður okkar. Eftirminnilegt var: "dauði" gaurinn ælandi í eldhúsvaskinn (gæsalappir þar sem að gaurinn var ekki enn dauður þegar uppkastið átti sér stað), baðherbergisgólfið í mjög tæpum ælulegum slettum (reyndar var flest allt gólfið í íbúðinni þakið einhvers konar vökva), fólki í box/glímu, nærbuxnapervertar, sjúklega mjóa gaurnum og hópsöng með sænskum ættjarðarlögum. Tæpasta samkunda sem ég hef orðið vitni að lengi.
En eftir nokkra daga í yndislegu kæruleysi, skólaskrópi og skófluáti af súkkulaðirúsínum og suðusúkkulaði....tekur skólahark við í 2 og hálfan dag. Hahhaa. Þá er það nefnilega Kaupmannahöfn. húrra hvað ég hlakka til.
3 Comments:
Ég held ég hafi ekki orðið vitni að slíkum kojufylleríum eftir ég útskrifaðist úr heimavistarskóla. Óumdeilanlega hressandi gjörningar, en ávallt skal einhver vera "dauður", einhver ælandi og einhver ekki í fötum.... annars er ekki almeinileg koja í gangi.
Ég skil ekki afhverju ég þurfti endilega að vera að fara aftur til Íslands? Hér eru hvorki barnvæn söfn, þolanlegt veður né almeinilegar súkkulaðikökur. Fuss.
vodalega er lif thitt eitthvad vidburdarsnautt. Hvernig væri ad fara drifa sig ad hafa einhverja dagskra i gangi...
mig langar lika til ljosunnar
bless, E
hlakka líka til vííííííí
Skrifa ummæli
<< Home