What's going on in the kitchen?

cause I don't know what's cooking

mánudagur, janúar 08, 2007

Heimkoma....hvað get ég sagt.
Henni hafa fylgt ýmsir gleðigjafar, svo sem samvera með fjölskyldu, vinum og Jóni Trausta. Boð, jólaboð, brúðkaupsboð, afmælisboð og innflutningspartýboð, dans og gleðiglaumur. Allt saman yndislegt og takk kærlega fyrir mig. Fékk að fylgjst með systrakúlu stækka eilítið á 2 vikum og er enn staðföst á þeirri skoðun minni að inní henni hljóti að leynast stúlkubarn. Annar ótvíræður gleðigjafi var fyrsti launaseðillinn minn í rúma 8 mánuði. Húrrahí. Eins og gefur að skilja var gleðin það mikil með fyrsta launaseðilinn minn að hún virðist ekki ætla að standa lengi. Í stað þess að taka langt og huggulegt langtíma temprað gleðiskap með launin mín, var ég meira í því að taka stutt og svakalegt gleðiskap. En það er allt í lagi. Já já. Á von á öðrum launaseðli næstu mánaðamót. Ahh. En nú eru jólin afstaðin og hversdagurinn tekur við. Mér finnst nú ýmislegt huggulegt við það. Finnst bara ágætt af því að vita að nú taki rútína við í einhvern tíma. Líka ágætt að vita að það verði takmarkaður tími. En það er eitthvað svo huggulegt og róandi við rútínuna. Liggur einhver hvíld í henni. Maður þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af deginum þegar maður getur bara endurtekið atburði og atferli undanfarinna daga. Jámm, vakna, hella uppá kaffi, morgunmatur, labba í skólann, læra, blóta yfir skólanum....o.s.frv.
Ég hef gert ótrúlega mikið af þessu síðasttalda undanfarið. Mér er mjög í nöp við Háskóla Íslands og sakna Karolinska Institutet mjög, mjög mikið. Hvernig getur maður annað þegar maður fer úr því að vera í tímum í fínum sal á risastóru háskólasjúkrahúsi þar sem allt er að gerast og maður getur troðið sér inní hina ýmsu viðburði, þar sem haldið er vel utan um alla kúrsa og dekrað við mann þegar kemur að því að gera manni námsefnið sem auðveldast nálgunar og sem þægilegast að læra, miklir möguleikar til klínískrar nálgunar og verkleg kennsla skemmtileg og án leiðinlegra kvaða. Já, úr því og til Háskóla Íslands þar sem setið er í kennslustofu á efstu hæð í skrifstofuhúsnæði í Ármúlanum, einangruð frá öðrum nemendum Háskóla Íslands en þeim rúmlega 40 sem eru á 3. ári í læknisfræði. Fyrirlestrar áfangans eru í reiðuleysi á ýmsustu heimasíðum í alnetinu og allt einhvern veginn í einni steik. Bú hú. Bú fokking hú. Ó mig auma. Mig langar til Stokkhólms!

4 Comments:

At 3:23 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ojjjjjjjjjjjjjjj.

 
At 12:32 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

geturdu klarad namid i stokkholmi? svona i alvøru. Erla nagranni.

 
At 12:28 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Inga mín þetta verður alltí lagi....
en er reyndar alveg sammála; þið eruð líka að koma heim í versta kúrs ever á meðan að meinafræðin er frábær...

við getum kætt okkur við það.. hmm.. veit ekki.. þið eruð alla vega búnar 19.feb... við hin getum bara grátið!

 
At 7:27 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

ég er glöð að þið séuð komnar heim

 

Skrifa ummæli

<< Home