What's going on in the kitchen?

cause I don't know what's cooking

laugardagur, desember 09, 2006

Sjúklega eirðarlaus og að drepast úr leti. Úrlausnin mín við eirðarleysinu reynist oftar en ekki að rölta fram í eldhús og ná mér í eitthvað til að narta í eða bara borða. Ég nenni ekki að læra meira en samt kann ég alls ekki nógu mikið. Sem gæti orðið vandamál. Allavegana frá og með þriðjudeginum. Í heimsókn eru foreldrar nágranna okkar, ítalskir og yndislegir. Móðirin, hún Mariella, vill endilega vera þykjustu-mamma okkar meðan hún er hérna og er gífurlega dugleg við að dæla í okkur alls kyns ítölskum sætindum og kökum. Kom með kynstrin öll af jólagotteríi sem hún er í óðaönn að kynna fyrir okkur. Svo heimtaði hún að fá að vaska upp fyrir okkur, Sólveig reyndi af öllum mætti að þræta fyrir það, en Mariella benti bara brosandi á sig og sagði "mamma". Jájá. Hvernig getur maður neitað svona dekstri. Ég held henni finnist leiðinlegt að vita af okkur svona fjölskyldulausum í jólamánuðinum. Við komum til með að fljúga heim á sama degi. Kannski get ég smyglað mér í töskuna hennar og upplifað Toscansa jólastemningu í smá stund. Svo yrði ég náttla að koma heim til að knúsa familíuna. En Ítalía heillar. Ég sé fyrir mér húsið hennar með alls kyns krókum og kimum, fullt af litlu dóti til að rannsaka og týna sér í og mettað af matar- og kökulykt. Og yndisleg náttúra. Mm.. svo gæti ég haldið áfram að smygla mér í töskum og farið með þeim á ítölsk skíði. Læðst úr töskunni og rennt mér niður Alpana á svörtum plastpokum. Eða minnkað mig og staðið aftan á einu skíði í skjóli af traustbyggðum skíðaskóm. Er ekki hætt við að maður klessi á tré?!
Ef þetta plan bregst þá er vika í heimkomu. Húllumhæ og trallalí, knús og kossar :)

3 Comments:

At 5:39 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

vona ad planid bregdist og thu komir heim.

stora, stora sys

 
At 11:00 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég vona það líka

 
At 6:13 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

inga...Á MORGUN, Á MORGUN!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 

Skrifa ummæli

<< Home