Í gær hlustaði ég á Closing Time með Tom Waits og það eina sem komst fyrir í huga mínum var 17-að-verða-18 í Köben. Sérstaklega þegar Martha hljómaði. Þetta er svo sem ekki eina tónlistin sem minnir mig á það tímabil, einhver lög með Yo la tengo minnir mig á atburði í kjölfar Hróaskeldu þetta ár, Lovecats m. Cure minnir mig á hjólaferðir með Valý og hið rosalega Debra með Beck er náttúrulega ógleymanlegt, og enn ógleymanlegra sem lokalag hans á Hróaskeldu. Hahahhaa. Jámm. Huggulegar minningar. Ef lagið "Kashmir" væri til á upptökum væri það ábyggilega fyndið, en ekki jafn huggulegt. Vonandi móðgast Karl Erlingur ekki við þessa staðhæfingu. Yfir og út.
6 Comments:
ahhh já ég var einmitt að leita þessum disk um daginn...closing time það er að segja...memories :) (og tengi líka somebody með depeche mode við þennan tíma, eða allavega fyrir mig...)
ja Closing time minnir mig svakalega á köben. á meðal annars fáránlegar minningar af því að vera að þrífa klósett á Köbenhavns Kommune og hlusta á "Martha" í ferðageislaspilaranum mínum. Ég fékk alltaf tár í augun þegar ég heyrði það. Hlýtur að hafa verið fyndin sjón að sjá tárvota stelpu að skrúbba klósett. Nú eða bara ofsalega sorgleg sjón? haha.
Ég fer alveg í nostalgíu kast þegar ég hugsa til þessa tíma! ég væri alveg til í að gera eitthvað svona aftur (þó ekki að skrúbba klósett!) Upplifa one crazy summer, ertu með????
já ég legg til að við höfum bara one crazy summer næsta sumar! haa...?!? og hey inga hvaða dag kemuru heim aftur?
hei, hvar á þetta crazy summer að eiga sér stað? júhú :)
ég kem heim 16.des....ekki erfitt að muna! haha. ókei bless
nei það er sko ekki erfitt að muna! vá margfaldur gleðidagur þar...valý afmæli, ég og magga klárum próf, þú kemur heim..húrra! já hmm hvað segiði um noreg í þetta skiptið..hmm kannski trondheim...fallegur staður..hehe :P
haha, mér líst alla vega vel á Trondheim... afskaplega fallegur bær ;)
Skrifa ummæli
<< Home