Já þetta er alger danspláneta.
Áðan kom gaur með 4 bjórkassa og nokkrar flöskur af tekíla í stóru kæliboxi. Vinur hans kom með gettóblaster. Svo hrintu þeir bókunum úr einni hillu á 4 hæð og settu gettóblasterinn þar og byrjuðu að blasta Justin. Nú er brjálað partý í gangi.
Anna Rut spurði hvort þeir væru ekki á g-streng, en svo er ekki. Annar gaurinn er á hvítum bómullarnærbuxum (sem hann vill meina að séu sundskýlur) og hinn er að sprauta á hann vatni. Núna fer froðudiskóið að byrja, ég vil ekki missa af því. Húrra. Mæli með hlöðunni á miðvikudögum.
2 Comments:
Vá hvað þú varst á eitthvað öðrum stað en ég. Ég sá bara einstaklega þögla hnakka starandi á borð. Mér leið líka hræðilega í hvert sinn sem ég hreyfði mig og það brakaði í stólnum mínum. Hámarkinu var náð þegar það var sussað á mig frá borðinu við hliðina hjá. Ég leit við, skömmustuleg og tilbúin til að biðjast afsökunar á tilraunum mínum til að finna hinu fullkomnu stellingu, en þá var þetta bara Grétar. Og hann kímdi. Þannig ég skammaðist mín ekki eins mikið. Rosalega held ég samt að það gæti orðið vandræðalegt að prumpa hátt inni á Þjóbó...gæti verið að það yrði bara svoldill stemmari samt.
ooo þeir hefðu svo þokkalega átt að vera á g-streng.....var hugsað til þessarar senu þegar ég horfði á viðtal við froðudiskógaurana í kastljósinu. þeir slepptu því hinsvegar að vera í g-streng. blessunarlega.
Skrifa ummæli
<< Home