What's going on in the kitchen?

cause I don't know what's cooking

miðvikudagur, janúar 24, 2007

Bíddu.....er ég í háskólanum?!!

Jæja, mín bara komin á seinni önn 3. árs í læknisfræði. Er það svo sem ekki í frásögur færandi ef ég hefði ekki fyrst núna verið að fá það á tilfinninguna að ég væri í háskólanum. Ekki það að námið sjálft væri ekki það krefjandi að ég teldi til háskólastigs, heldur höfum við læknagimp alltaf verið einangruð inná hinum íðilfagra tanngarði/læknagarði, ásamt þeim örfáum hræðum sem fá að stúdera tannlæknisfræði. Stundum hafa reyndar villst þar inn hjúkrunarfræðinemar, lyfjafræðinemar, lífefnafræðinemar og fleiri í þeim dúr, en ég hef samt alltaf einhvern veginn litið á þá villinga sem annan þjóðflokk; háskólanema. Til að færa okkur svo úr öskunni í eldinn, hefur deildinni fundist afar fyndið að prufa enn strangari einangrun, og senda 3. árs nema og uppúr, í kennslustofu/lesaðstöðu í Ármúlanum, á efstu hæð í sama húsi og Mastercard. Það er nú meira partýið. Vúhú. En núna undanfarna daga hefur kveðið við annað hljóð, jámms, mín er bara farin að læra niðrá Landsbókasafni Íslands, Háskólabókasafni / Þjóðarbókhlöðu / Þjóbó. Og þá er maður svolítið svona í háskólanum. Ég er búin að sjá fullt af fólki sem ég hef bara ekkert séð síðan í grunnskóla eða menntaskóla og hef verið að velta því stundum fyrir mér hvar allt liðið sé. Þá er því svarað. Ég er samt soldið léleg í þessum bókhlöðuleik, ennþá að læra inná þetta. Frekar léleg í að meta hvenær sé rétti tíminn til að stoppa og spjalla og hvenær maður eigi bara að kinka kollinum og labba framhjá. Ég er allavega búin að ná því að það er ekkert sérstaklega vel tekið í það að maður sé með eitthvað uppistand inni á safninu. Á lesaðstöðu í bókasafni skólans míns í svíþjóð voru allir bara að spjalla og tala í símann og vera með læti og svona. Það var ekki töff. Þetta er hins vegar úber töff. Jájá. jææja...ég ætti kannski að fara að snúa mér að því sem ég kom hingað til að gera. Hasta luego ástarpungar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home