What's going on in the kitchen?

cause I don't know what's cooking

laugardagur, desember 02, 2006

Yndislegt við Svíþjóð: ég og Sólveig höfum verið duglegar við að gefa okkur tíma til indælla og hamingjusamra verka, eins og að baka piparkökur í óhóflegu magni, baka ljúffengt brauð, elda risarétt á sunnudagskvöldi sem dugir í nesti alla næstu vikuna og byrja snemma að pukrast með jólagjafapön og smíð. Ahhh....! Það verður undarlegt að koma heim og hafa væntanlega ekki tíma til þess lags dundurs lengur.

En..nú eru tvær vikur til heimfarar. Og þó ég kvíði svolítið jólastressi og látum, hlakka ég mikið meira til að hitta elsku alla rúsínubossana. Úhe. Áætluð heimkoma sem sagt seinnipartinn 16. des :)

1 Comments:

At 9:52 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

úú, svo verðurðu búin að baka allskonar sortir af smákökum áður en ég kem heim, er það ekki???

 

Skrifa ummæli

<< Home