What's going on in the kitchen?

cause I don't know what's cooking

mánudagur, nóvember 13, 2006

Jæja. Alltaf gaman að gera plön full af duglegheitum og góðum afköstum á takmörkuðum tíma. Minna gaman að átta sig á því að plantíma liðnum að litlu var áorkað. Haha. Þannig ætlaði ég að nýta mér tiltölulega hressa nývaknaða skapið mitt til að læra milli þess sem ég léti í þvottavélar og þurrkara. Það skap fór hins vegar meira í að drekka kaffi og sörfa á netinu. En það fór hins vegar að einhverju leyti líka í að hlusta á tónlistina sem er nýsest að í itunes-inu mínu. Það er indælt. Jájájá. Ég býð hana velkomna og eyru mín taka henni fagnandi. Ókei bless.
p.s. bólusetningin mín er byrjuð að vessa aftur. Sem er jákvætt þar sem að mér er ekki jafn illt í henni lengur. Þá er bara að plástra vel. Ekki vil ég fá hvítgulan læk niður eftir handleggnum. Neinei. Það væri ekki smart.
p.p.s. það er víst hægt að fara á skíði og snjóbretti inní einhverjum stadium hér í grenndinni. Vert að athuga það nánar :)

8 Comments:

At 5:58 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

hvernig sörfar madur a netinu
kvedja, E

 
At 7:47 f.h., Blogger Jón Trausti Sigurðarson said...

...á snjó, eins og í laginu. Trallalala.

 
At 6:29 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Bara litil kvedja handa astarhestinum minum! eg er i noregi og her se gaman! :) xxx love u long time

 
At 4:23 e.h., Blogger Jón Trausti Sigurðarson said...

sko...
mig langar að fá nýja bloggfærslu frá Ingu Láru!!

játakk

 
At 12:52 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

hvernig gekk i profinu?
kv.E

 
At 8:40 f.h., Blogger Sólveig og Georg said...

Langar líka að vita, hvernig gekk í prófinu?
kv.S

 
At 11:11 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

hermikraka

 
At 1:34 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

inga min er ekki allt i lagi med þig?

Hvar ertu systir god

 

Skrifa ummæli

<< Home