What's going on in the kitchen?

cause I don't know what's cooking

miðvikudagur, október 25, 2006

OMG! Þvílík pressa. Nú verð ég bara að fara að skrifa eitthvað hressandi. Ísland var hressandi. Gott að koma aðeins heim og sjá yndisleg vinaleg andlit og fjölskylduna. Ahh. Og litlu yndislegu frændur mína tvo. Þó það hafi nú verið lítið meira en að sjá í flestum tilfellum. Ekki nógu mikið um gott spjall og blaður sessjón. En það verður bara tekið með trompi um jólin! Ó já. Iceland Airwaves var líka með eindæmum skemmtilegt. Reyndar varð ég veik á föstudagskvöldinu sem gerði það að verkum að ég missti af ansi skemmtilegum tónleikum. Og var ekki alveg nógu dugleg hina dagana við tónleikamaníu. En samt nokkuð sátt bara við útkomuna. jájá. Það er líka svo gott fyrir sálina að fara á Airwaves. Ahh. Ekki gott fyrir lungun hins vegar. Helvítis reykur alls staðar. Hahaha. Ég er að verða fáránlega bitur útaf þessum reyk. Ullabjakk.
Þegar við komum aftur til Svíþjóðar, eftir að hafa sofið í hálfan sólarhring reyndar, beið okkar fyrsta krufning. Við komum reyndar aðeins of seint í tíma, þar sem að okkur hafði verið hent útúr skólastrætóinum sökum plássleysis, svo að þegar við fundum stofuna okkar hafði þegar verið hafist handa. Ætli mannslíkaminn sé forritaður þannig að við upplifum sterk líkamleg viðbrögð þegar við sjáum blóð og innyfli annarra manneskju? Kannski til þess að tryggja að eðli okkar sé ekki að veiða eigin tegund (þó það sýnist því miður okkar eðli oft á tíðum). Við veiðum okkur allavega ekki menn til matar, en virðumst frekar vægðarlaus í garð alls annars lífs. Ætli önnur dýr séu þá byggð á sama hátt. Ég er bara að pæla í þessu, því þar sem ég stóð í krufningunni og reyndi að fylgjast vel með, var ekki sjaldan sem svimatilfinning, dúndrandi hausverkur (svona eins og einum of sterkur púls yfir gagnauganu) og svitaköst gerðu vart við sig. Og þurfti ég jafnvel að tylla mér á bossann til að jafna mig af og til. Þó er ég mjög meðvituð um að ég á ekki eftir að fá mörg tækifæri til að sjá í alvörunni hvernig þetta lítur allt saman út í þessu námi og því frekar krítiskt að reyna að átta sig á þrívíddarbyggingu líkamans þegar færi gefst. Mér fannst þetta ekkert ógeðslegt, þvert á móti mjög áhugavert og var áköf í að læra sem mest. En samt fékk ég svona líkamleg einkenni. Rétt eins og mér fyndist þetta ógeðfellt. Hlýt ég því að fallast á þá niðurstöðu að þetta séu ósjálfrögð viðbrögð ótengd klígjugirni. Bara til að styrkja stofninn og reyna að tryggja það að maðurinn standi uppi sem sigurvegari. Þetta mundi kannski líka minnka líkurnar á að smitsjúkdómar dreifðust frekar. Allt mjög góðar kenningar hjá mér. ójá. Nema ég sé ógó þrjósk og neyti að viðurkenna að mér finnist blóð í alvörinni ógeðslegt og vilji helst vera eins langt frá veikum eins og mögulegt er. En það er samt frekar hæpið. Jafnvel ómögulegt. Jájá.
Áðan fórum við í afmæli til bekkjarsystur okkar frá Hollandi. Eftir að 32 ára gamli svíinn var farinn og bara skiptinemar eftir, var ég aldursforsetinn. Ég hélt þeim titli út kvöldið, nema þegar mamma og pabbi afmælisbarnsins komu í heimsókn. Það fannst mér undarlegt. Yfirleitt er ég bara...jahhh...kannski í yngri kantinum. allavega ekki þeim eldri.
Jæja ástarmúsirnar mínar. Efast um að þetta hafi verið stórkostlega hressandi. En ég hef það verkefni bak við eyrað næstu daga og vona að það beri góðan og safaríkan ávöxt.
Ástarkveðjur og góða nótt
p.s. Biggi, ef þú lest þetta, þá finnst mér þú ýkt kúl og algert æði og ég vildi að ég gæti líka verið alltaf svona ógó fansí eins og þú. Biðst innilegrar afsökunar á óviðeigandi hláturskast síðustu helgi og vil endilega árétta að engin haldbær rök lágu þar að baki, aðeins klunnalegur galsi og minnimáttarkennd sökum skorti á fabjúlös þáttum í fari mínu.

4 Comments:

At 2:02 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

mér finnst þú endalaust full af fabjulösum. endalaust full af þeim. i love you dude.

 
At 3:31 f.h., Blogger Jón Trausti Sigurðarson said...

Ojj. - Ég læt mér duga að kryfja búfénað. - Meira getur minn magi ekki. - Var þetta ekki alveg steikt?

úff. - Inga, þú verður að lofa mér því að verða ekki réttarlæknir, eða hvað það heitir þetta fólk sem skoðar dautt fólk til að úrskurða hvernig það dó.

bleeees

 
At 1:26 e.h., Blogger edda said...

jæja elskan mín, ég rakst einmitt á pabba þinn í dag, á röltinu niður laugaveginn góða. enn annars var bara rosa gott að hitta þig ástin mín, vona að þú hafir það barasta gott í svíþjóðinni!!

 
At 4:15 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Inga...veistu...ég er að fara til noregs eftir 3 vikur! híhí....

 

Skrifa ummæli

<< Home