What's going on in the kitchen?

cause I don't know what's cooking

mánudagur, september 25, 2006

Ahh. mánudagur. Hver sagði eiginlega "mánudagar til mæðu". OMG vona að það sé ekki eitthvað sem allir eiga að vita og ég sé bara að opinbera mína ógeðfelldu heimsku hérna. Allavegana. Þessi mánudagur leggst bara ágætlega í mig. Jájájá. Er búin að taka þá ákvörðun að nú verði frífílingnum að ljúka og alvara lífsins að fá að taka við. Held samt að ég hafi haft nokkuð gott af þessum mánuði af því að sinna skólanum með hangandi hendi. Skólaleiðinn virðist allavega á undanhaldi svo nú verð ég bara að hefjast handa við að innleiða einbeitinguna. Það verður án efa frekar erfitt verk, en ágætt að takast á við. Já ég er í stuði fyrir krefjandi dót þessa dagana. Mánuð af masseríi og svo í heimsókn til Íslands. Kannski erfitt að vera annað en nokkuð sáttur við mánudaginn í dag þar sem í honum felst 1 og 1/2 klst af skólaviðveru og annars bara rólegheita lærdómur. Svoleiðis geta heilu vikurnar liðið hér í Svíaríki. yndislegu Svíaríki. Svo byrjar sænskunámskeiðið mitt á morgun - LOKSINS! og ég er frekar spennt að byrja á því. Vona að það sparki sænskulærdómnum mínum hressilega af stað. Annað sem gerir mánudaginn ágætan er nýafstaðin heimsókn míns ástkæra Jóns Trausta (sjá skýringarmynd 1). Jáhh það var endurnærandi og yndislegt. Bar þannig að að á miðvikudaginn var ég með magakrampa. Hræðilegan magakrampa. Sólveigu (sjá skýringarmynd 2) fannst samt ennþá mjög góð hugmynd að fara niðrí bæ á kaffihús, með viðkomu í skóbúð. Ég var mjög bjartsýn á að magakrampinn mundi hjaðna fljótlega, svo ég var mikið til í kaffihús. Skildi samt ekki alveg af hverju hún vildi eiginlega vera að draga fár-magakramps-veika vinkonu sína fyrst í skóbúð..en samþykkti það þó glöð. Vildi ekki vera skóbúðapartýpúperinn. Glætan. Sólveig laug að mér að inngangurinn inní skóbúðina væri í raun í gegnum myndasögubúð/kaffihús. Ég sá ekkert því til sönnunar, en var með of mikinn magakrampa til að pæla í því og elti hana inn í búðina. Þar voru eintómir tánings pönkarar með svart hár, í köflóttum fötum og með maskara. Var ég búin að segja ykkur frá magakrampanum mínum?! Ég sá samt enga skó, en Sólveig fór á klósettið og þegar hún kom til baka hafði hún breyst í Jón Trausta (samt ekki í alvöru sko, hún faldi sig bara á bak við súlu, sama tækni og gamla líkamsræktartæknin mín. Klassískt!) Úlala! SÖRPRÆS!!!!!!! Sem var algert æði. Sérstaklega þar sem ég var með magakrampa. Þá var gott að hafa Jónda til að klappa á mér bakið, horfa á mig áhyggjufullur og vorkenna mér. Ahhh.. Með Jónda hékk ég svo þangað til í gær. Í gær fóru líka loksins harðsperrurnar sem ég fékk eftir magakrampann. fáránlegt. Já. Jóndi fékk samt ekkert að gera neitt rosalega merkilegt í Stokkhólmi, annað heldur en að eyða með mér tíma náttúrulega, sem er ótrúlega merkilegt! Við fórum reyndar og sáum Wasa skipið. Það var flott. Endilega lesið ykkur til um það :) hahahah. En nú er hann farinn. Sem gerir mig leiða. En samt líður mér vel eftir heimsóknina hans sem gerir mánudaginn minn góðan. Jájájá. En nú ætla ég sem sagt að halda áfram að sinna planinu um að sinna skólanum. Hafið það gott mínar ástkæru endur. Þangað til næst. yfir og út og klessíkút (p.s. ekki trúa þessu með magaæfingarnar á gólfinu. það væri allavega frekar hallærislegt)

skýringarmynd 1

skýringarmynd 2

1 Comments:

At 1:07 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst að það ætti að nægja þér að sinna mér...

 

Skrifa ummæli

<< Home