Um daginn vorum ég, Sólveig og Cory að ræða fyrstu mistökin sem við mundum eftir að hafa gert. Fyrstu mistökin hans Cory voru að þykja vænna um leikfangabílana sína heldur en sjálfan sig. Hann var að hlaupa upp tröppurnar heima hjá sér með voða fínann bíl í hvorri hendi og datt svo. Hann vildi ekki sleppa bílunum sínum til að bera hendurnar fyrir sig, svo hann datt beint á andlitið og litlu sætu barnaframtennurnar ýttust uppí nýju stóru fullorðinstennurnar sem voru að fara búa sig undir að hrinda litlu sætu barnatönnunum út. Nú er hann með blettóttar framtennur. Ég veit ekki hvort ég má segja frá fyrstu mistökunum hennar Sólveigar. Minnir að þau hafi varðað ungbarnarassasvamp. Ansi vafasamt. Ég er með hræðilega lélegt minni, ég man ekkert sérstaklega mikið frá mínum fyrri árum. Ég man varla eftir MH. En fyrstu mistökin mín tengjast að sjálfsögðu mat. Það var á grænu deildinni á Lækjaborg (ábyggilega svona 4 ára) og ég fékk mjólkurglas með eplinu mínu. Það var ógeðslegt. Ég hef aldrei endurtekið þann leik. Hvað voru fyrstu mistök ykkar? Takk fyrir mig og gleðilega helgi.
9 Comments:
Það er góð spurning. Já alveg rétt. Ég er svo sniðugur, ég hef aldrei gert mistök. Þarna kom það. ALDREI
Nei. nú man ég. Þegar ég var þriggja ára þótti mér það sniðug hugmynd að taka heimilsköttinn og hengja hann upp á ólinni hliðina á handklæðunum inn á baði. Kéttinum fannst þetta ekki jafn sniðugt, enda þrengdi all verulega að öndunarvegi kisu. Þegar ég loksins áttaði mig á því að kisa hafði ekki neitt svakalega gaman að þessu var hún orðin svo ehmm.. viðskotaill, að við þá aðgerð að ná henni af handklæðasnaganum klóraði hún mig svo illa á hægri höndinni að ég þurfti að fara á fjórðungsjúkrahúsið. Ég er enn með ör í lófanum.
Ég kýs að kenna eldri bræðrum mínum frá fyrstu mistökunum mínum, kannski bara mistök hjá mér að trúa þeim....
Ég var nýbúinn að læra að hjóla og Jón bróðir sýndi mér hvað hann var flinkur við að hjóla með bandspotta í stýrið á hjólinu og snerta þannig ekki stýrið með höndunum beint. Þetta átti að eiga sér stað í brekkunni niður að fjósinu heima. Ég man þegar að ég lagði af stað á hjólinu og.... ég held ég muni næst eftir mér þegar ég var hágrátandi og mamma kom hlaupandi að sjá hvað í ósköpunum væri að. Held ég geri þessi mistök ekki aftur!
jahámm. Mín fyrstu mistök sem ég man eftir voru rétt fyrir jól og ég hef verið svona 5 ára. Mamma var eitthvað voðalega upptekin að undirbúa jólin og mér og litlu systur minni leiddist (sem var þá 3ja). Og mér fannst hún ekki alveg nógu fín svo ég ákvað að klippa á henni hárið fyrir jólin. Ég man reyndar ekkert hvernig jólaklippingin leit út en ég man að mamma varð ofsalega reið, svo kannski hefur klippingin eitthvað mistekist.
en gaman að fá svona hin fínustu viðbrögð :) húrra húrra húrra. þið eruð best!
Ég gleymdi að segja þér frá því að ég mundi um daginn eftir mistökum sem ég held að hafi orðið fyrr en svampaóhappið. Ég var 4 ára. Oddný var að verða 8 ára. Sagði mér að besta leiðin til að sanna sig í heimi fullorðinna væri að sippa með tyggjói. Fyrsti drengjakollurinn minn fylgdi, sem og mamma að frysta slatta af fötum.
hahaha...
mín fyrstu mistök sem ég man eftir tengjast einmitt líka tyggjó notkun.. stal tyggjói frá eldri bróður mínum 4ja ára (gula sykurtyggjóið) en ákvað eftir stutta tyggingu að sveiflast því frekar og búa til mynstur í loftinu...
fór í síða fína hárið en í stað þess að segja mömmu frá þessu ákvað ég bara að klippa sjálf hluta af hárinu og athuga hvort mamma myndi nokkuð fatta það...
setningin þegar mamma spurði mig að þessu var: Ég? ég gerði þetta ekki.. ég gerði þetta ALVEG óvart...
notaði þessa setningu alveg óspart næstu árin=)
haha..
en hvað meinaru með mjólk og epli; ég nota þessa samsetningu enn þann dag í dag; helst með rosalega súrum grænum eplum
eg er lika mjøg omuninn, th.e. gleymin. En allaveganna eru mistøk ad prumpa i armbeygjukeppni i 8.bekk. Og ad borga systur minni gamalt filofax fyrir ad thrifa (man samt ekki eftir thvi sjalf en hef verid minnt a thad.... endrum og ein). Kvedjur, fra Erlu sys
Ég komst að því að það er ekki gott að standa við hliðina á vini sínum og segja honum hvernig á að slá með golfkylfu. Einnig er ekki sniðugt að geyma tyggjóið í gluggakistunni fyrir ofan höfuðgaflinn á rúminu sínu. Eins fannst mér vont þegar ég hellti Ajax í augað á mér, en leppurinn var cool. Nei, nú man ég.. ákvað einu sinni að lita vegginn inn í herbergi hjá mér með vaxlitum. Allslags furðudýr og fólk. Held ég hafi verið ca. 4 ára. Hehe, gaman að rifja svona stöff upp.
Skrifa ummæli
<< Home