What's going on in the kitchen?

cause I don't know what's cooking

mánudagur, október 02, 2006

Svona var ég á svipinn rétt áður en ég sveif um í kláf hangandi á bláþræði þvert yfir Barcelona. Svona er ég á svipinn núna líka. Reality check! Earth calling Inga Lára!!! Microbiologiuáfanginn er ekkert djók. Nei heldur betur ekki. Sem er gjörsamlega úr takt við allt námsefni sem við höfum fengið í hendurnar frá kennurunum, í ósamræmi við fyrirlestra og seminör. Jáhh og ja hérna hér. Ótrúlega fínt að komast að þessu viku fyrir próf. Hentugt hjá mér að fatta þetta akkúrat í dag. Sjokkið svífur yfir mér og í tilefni þess ætla ég að lesa í 3 korter í viðbót og fara svo með sólveigu í heimsókn til Armando. Þar ætlum við að horfa á Monster House og borða popp-í-potta-popp. Hér má líka taka fram að áðan eldaði ég svaka grænmetisrétt með eggaldin, súrkíni, gulrótum, smá afgangs búlgarí, appelsínum, falafel, mjólk, ab mjólk, karrí, túrmerík, engifer, hvítlauki, salti og pipar. Armando borðar ekki grænmeti svo við buðum honum í mat og lugum að honum að falafelið væru kjötbollur. Honum fannst þetta bara ágætt en fannst samt bulgariið best (e.k. hrísgrjónadót). Veit ekki hvernig það skal túlkað. Hann varð móðgaður þegar við sögðum honum að það hefði aldrei verið neitt kjöt. Hahahah. Jábbs. Allavega..frá og með morgundeginum og í viku þar eftir verður lærdómurinn tekinn með trukki. Internet úr sambandi. Birgðir keyptar af kaffi. Dökkt súkkulaði. Hljóðeinangrandi búnaður ýmiss konar og námsgögn. Get ekki beðið. Ahhh ahaha..skynjaði einhver kaldhæðnina í þessu. Þessi færsla er fyrir Ylfu og þið getið þakkað henni fyrir. Ég veit allavega að henni þykir grjónagrautur líka góður. Ný vitneskja. Sem ég las. Hér á þessari síðu. Hahh. yfir og út og bless.

7 Comments:

At 12:28 e.h., Blogger Jón Trausti Sigurðarson said...

ég vil fá dökt súkkulaði.

 
At 12:29 e.h., Blogger Jón Trausti Sigurðarson said...

Bíddu, ég hélt þetta væri væntumþykjusvipurinn þinn! Fokk.

 
At 12:56 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

þannig að gamla góða ísland er kannski ágætt.. maður veit alltaf af geðveikinni fyrir fram
reyndar er þetta nú bara easy peasy miðað við margt annað hérna....

 
At 1:16 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

nei, þetta er "Hvað er eiginlega að gerast, hvar er ég, á ég að vera hérna" svipurinn held ég frekar. Sem er orðinn tíðari á myndum. Hahaha. Klikkaði Svíin hættir ekki að hringja þannig ég ætla að fara að sækja þig og poppið og velta mér um í áhyggjuleysi. Er að bíða eftir að áhyggjurnar kikki inn. Þetta kæruleysis ástand er ágætt svo langt sem það nær að það sé ágætt að vera kærulaus. En utan við þau takmörk hlýtur minni raunverulegi persónuleiki að liggja í leynum. Ég bíð eftir að radíusinn minnki og paddan jumpi mig í myrkrinu. Þangað til ætla ég að njóta þessa nýfengna hugarfars.

 
At 3:31 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Held að þetta slái ekki út Ísafjarðarsvipinn sem kom á andlit okkar beggja þegar við klesstum næstum á fjallið rétt áður en við lentum!

 
At 2:58 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

váá en gaman að það sé heil færsla fyrir mig! fín þriðjudagsgjöf!

 
At 9:16 f.h., Blogger Sólveig og Georg said...

ég er að fara í foreldraviðtöl. með dönskum foreldrum og fóstrum, sem elska að tala og blaðra, þá sérstaklega um sjálfa sig ble

 

Skrifa ummæli

<< Home