hahh! Sólveig sagði að ef ég mundi blogga fengi ég gjöf. Trúi henni samt eiginlega ekki. Ég held að þetta sé af því hana langar til að leggja sig. En samviskunnar vegna getur hún ekki lagt sig ef hún veit af mér læra í næsta herbergi. Svo hún býr til einhvern leik svo að ég eyði frekar tímanum mínum í að blogga heldur en að lesa um herpesveirur. Og ef ég veit þetta, af hverju er ég þá að blogga? Sjúkleg forvitni mín hefur varla farið framhjá neinum sem ég þekki...svo að þar hafið þið svarið. Hvað ef, hún er ekki bara að plata svo hún geti lagt sig samviksusamlega. Hvað ef það er í alvörunni gjöf!?! Þá langar mig að vita hver hún er. Annars veit ég að Sólveigu finnst stundum fyndið að ljúga að mér. Henni finnst líka stundum fyndið að finna upp sannleika. Eins og til dæmis var hún búin að sannfæra mig um að það væri í alvöru búið að eitra fyrir öllu sætu kanínunum fyrir utan gluggana okkar, þar sem við vorum ekki búnar að sjá þær í nokkra daga (ég sem var ekki einu sinni búin að líta útum gluggann frekar lengi þegar ég gleypti við þessum "sannleika"). En viti menn, áðan leit ég útum gluggan og hér hafiði sönnunargögn. Svíar eru ekki svo vondir. Kannski eru hins vegar Grikkirnir í húsinu búnir að veiða eitthvað af kanínunum í matinn, ég veit þeir eru að reyna að spara pening. Horfa líka girndaraugum á sniglana sem klessast á göngustígunum alla leiðina í skólann. Svona álíka og ormaklessurnar heima á haustin. Nema það heyrast brak og brestir ef maður stígur ofaná snigil. Svo eru sumir þeirra svo feitir að maður dytti ábyggilega á hausinn ef maður stigi ofan á þá.
Annars er haustið að hreiðra um sig hér í Stokkhólmi. Nú er akkúrat passlegt hitastig til að ganga í skólann í síðermabol og joggingpeysu. Ahh. Huggulegt. Bráðum færist þetta eflaust yfir í ullarpeysufíling og virðist tímasetningin á því að fara heim til að ná í úlpu frekar góð. Ahh. Elska að vefja mig í mörg lög af fötum.. mmm.. Ég sé smá haustliti útum gluggann minn. Hlakka til þegar þeir verða meiri. Haustlitir eru svo fallegir. Vonandi getur maður notið þeirra aðeins lengur hér heldur en í nokkurra daga haustinu heima. Játs. Jæja. Herpesveirurnar kalla hástöfum, og það sama gerir kaffið og súkkkulaðið. Mmmm. Bið kærlega að heilsa ykkur öllum saman :) Ást og friður!
12 Comments:
Ef það væru nú bara kanínur hér á Íslandi. - Þá væri ég betur til í að sætta mig við námslánin sem einu framfærslu mína. Síða myndi ég bara kaupa mér einhlaðning og veiða í matinn. Þá yrðu Keli og Halldóra aldeilis hissa þegar að kvöldmatarboðið heima hjá þeim samanstæði af stolnum kartöflum úr þykkvabænum og sviknum héra...sem væri í alvörunni kanína. Eru annars ekki kanínur í öskjuhlíðinni. Einhlaðningurinn kostar bara 10.000ISK, maður slær kannski til
það er sko fullt af kanínum í öskjuhlíðinni. Svo eiga líka nokkrar kanínur heima í einhverju húsi í elliðaárdalnum, Kópavogsmegin.
þær kanínur eru fokking dauðar! DAUÐAR! ahahahahah
Smá recap í lok dagsins: Höfum það alveg á hreinu að á meðan Inga skrifaði þessa færslu (og reyndar fyrir og eftir) stóð ég í netstympingum við að hafa upp á ónefndum lögum sem Inga hafði nefnt að hún vildi fá. Svona til að undirbúa stærsta tónlistarviðburð næsta árs....dúbídúbídú....Það var gjöfin sem hún og fékk. Hinsvegar ákvað Inga, í miðju læritörni að gott væri að hún legði sig. Ég bauðst til að vekja hana. Sem ég og gerði að tilsettum tíma. Nokkru síðar læðir hún lymskulega inn þeirri athugsemd að ég liti út fyrir að mér veitti ekki af einum 20 mínútna lúr. Að hann hefði allavega snarbætt afköst hennar. Svo ég slæ til. Þess fullviss að Inga muni standa við það gefna loforð að vekja mig að 20 mínútum liðnum. Fljótlega eftir að ég lagðist niður fór Inga hinsvegar út í hinar mestu einræður um sýklafræði. Til þess að halda fyrir mér vöku. En ég var samt ekkert reið. Bara huggulegt að hlusta á tuldrið í henni og kúra undir sænginni. Ætlaði samt að liggja út mínar 20 mínútur. Klukkutíma síðar hrekk ég við...Inga hafði bara "ekki vitað" hvenær nákvæmlega ég hafði lagst niður og hvort 20 mínútur væru liðnar.
Þannig já Inga. Þessi færsla er jafn sönn og allt annað sem úr þínum munni kemur. Vona að þú fáir lögin á heilann nákvæmlega í þann mund sem þú reynir að sofna í kvöld...
Það sem þú ekki veist vinkona mín kær er að ég hefndi mín með því að slefa ÓGEÐSLEGA mikið á koddann þinn. Vissirðu að í hverjum millilítra slefs eru 1000 milljarðar baktería? Og í mínu slefi hljóta að vera sérstaklega margar vondar pöddur, svona í kjölfar langs sýklalyfjakúrs. Þú finnur ekkert venjulegt dót í þessum hráka...held helst að þú finnir Mycobacterium tuberculosis. Allavega ef ég kem og sprengi blöðruna mína yfir þig í nótt...Sofðu vel elsku bestan mín. Milljón kossar.
ji hvað þú getur verið bitur eitthvað. Og fljót að gleyma því sem hentugt þykir.
Hver er eiginlega þessi "anonymous" gella? Ert þetta þú Inga? Farin að ljúga aftur? Hvað er eiginlega að þér. Ég held þig vanti nú bara smá knús. Verður að komast yfir þetta. Einsog og Bob Sinclair orðar þetta svo réttilega: "Allright. Yeah. Open up your heart. What do you feel? Open up your heart. What do you feel, is real? Yeah. You´ve been banned, maybe a million years, away. Ohhh. But I can´t pick out a better time to say: "World hold on. Instead of messing with our future open up inside. World hold on. One day you will have to answer to the children of the sky. Ohhoohhho. Children of the sky. Look inside. You will find a deeper love. The kind that only comes from high above. If you ever meet your inner child don´t cry. Nononohoho. Tell them everything is gonna be allright. World hold on. Come on. Everybody in the universe. World. Hold on. One day you will have to answer to the children of the sky. Children of the sky. Allright. Love don´t take no for an anwer. No, no. Allright. Right here. Spread love. Everybody join together now, one mind, one heart. Love and unity, everybody say: "Hold on!". World hold on, (spin, spin, spin). World hold on. Come on. Everybody in the universe. World hold on. One day you will have to answer to the children of the sky. World come on, hold on, come on. Everybody in the universe. World hold on, one day you will have to answer to the children of the sky".
Góðar stundir og gleðilegan dag.
Take it back, take it back. Ohhhohhhhh, ehhh...Everybody look at me, me. I walk in the door you start to screen me. Come on everybody what you here for? Move your body over I´m like a nympho. Everybody get your things to crack around. All you crazy people come on jump around. I wanna see you all on your knees, knees. You either want to be with me or leave me. Come on. Maneater. Make you work hard, make you spend hard. Make you want more for love. She´s a maneater. Dúbídú. Það er svo gaman í prófum.
Ohh lover. I can feel it. It´s all falling over my head. I never climbed into an empty bed. Oh well. Enough said. I know it´s over. Still I claim I don´t know where else I can go. Oh lover. I can feel. It´s all falling over my head. See the sea wants to take me, the knife wants to slit me. Do you think you can help me? Sad, veiled bride please be happy. Handsome groom give her room. Lover, treat her kindly. Though she needs you more than she loves you. And I know it´s over still I claim I don´t know where else I can go. Over, over, over. I know it´s over and tt never really began but in my heart it was so real. And she really spoke to me and said; If you´re so funny then why are you on your own tonight? And if you´re so clever why you on your own tonight? If you´re so very entertaining then why are you on your own tonight? If you´re so very good looking why you sleep alone tongiht? I know. Cause tonight is just like every other night. It´s why you´re on your own tonight. Your triumphs and your charm are all there in each others arms. It´s to easy to laugh, it´s so easy to hate. It takes strength to be gentle and kind. Over, over, over, over, over. It´s to easy to laugh, it´s so easy to hate. It takes guts to be gentle and kind. Over, over. Love is natural, it´s real. But not for you my love. Not tonight my love. Love is natural and real but not for such as you and I. I know. Ohh mother I can feel the soil falling over my head. Mother I can feel the soil falling over my head now...
Jæja Inga. Þá ertu allavega tilbúin. Ég afsaka hérmeð allar rangfærslur í þessum texta.
ástarþakkir ástarhnullungur. Veit ekki alveg hins vegar af hverju þú ert að setja hér allan textann við lagið sem ég var að tala um að væri hið últímeit lag hins brostna hjarta. ertu nokkuð að planleggja eitthvað á laun? En takk samt fyrir að hugsa til mín
inga min - er allt i lagi?
kvedjur ur sumarbustadnum... næstum
haha. játs. alltífínasta lagi. ef þú telur frá óvissu um afdrif áfangans sem ég er í. Hjörtun eru heil og falleg, nema þau hafi kanndki fengið e-s konar s.aureus bakteríusýkingu sem drepur hjartavefinn. það væri nú leiðinlegt. annars er mér bara illt í hnjánum. búhú. hafið það yndislegt í bústað :)
Skrifa ummæli
<< Home