What's going on in the kitchen?

cause I don't know what's cooking

þriðjudagur, september 26, 2006

Ji minn einasti. Þvílíkir hagsmunaárekstrar. Þannig vill svo til að sænskunámskeiðið mitt í kvöld er á sama tíma og boxtíminn minn. Þetta eru afar slæmar fréttir. Fyrir bæði mig og Svía. Ég verð sem sagt að velja á milli. Held ég velji sænskuna og snúi mér bara aftur að því að pikka fólk upp af götunni til boxæfinga. Þá get ég allavega flippað pikköpplínunum mínum yfir á sænsku og með flóknum og heimskpekilegum útskýringum fengið fólk til að bjóða sig fram sem útrásarsekkir mínir. Ég gæti jafnvel þóst stunda body painting. hahahah. ókei bless

2 Comments:

At 8:50 f.h., Blogger Jón Trausti Sigurðarson said...

ekki berja mig.

 
At 5:08 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

vá en fyndið ertu byrjuð að æfa box. Ég þekki einmitt eina sænska stelpu sem var að æfa box úti í berlín. Ég komst að því þegar þessi annars sæta og prúða stúlka mætti í skólann með glóðurauga ,,æ bara smá óhapp í boxtíma í gær" ég hélt nú bara að hún væri eitthvað að djóka í mér, en ó nei. Þetta kom mér alveg hressilega á óvart og gef þér alveg eitt gott boxprik fyrir Inga mín bara beila på svenskan og boxa þessa svía.
Hún Emma boxstúlka er einmitt búsett í honum stokkhólmi núna, ég skal gefa þér ímeilið hennar ef þú vilt skora hana á hólm. En varúð, hún er hávaxin, ljóshærð og geðveikt vel að sér í menningarfræði! Ég hef heyrt að svoleiðis gellur séu með ansi sterka vinstriolnbogasveiflu. Reyndar hef ég heyrt að dökkhærðir stofnfrumuræktendur séu með svaðilega framhandleggsdýfu þannig að þú ættir að vera ok.

 

Skrifa ummæli

<< Home