What's going on in the kitchen?

cause I don't know what's cooking

laugardagur, október 14, 2006

Jæja börnin mín. Hvað segiði þá? Úff..ég segi allavegana ekkert í fréttum..haha, fyrir utan að í kvöld er útgáfupartý á Sænskt indí í 20 ár disknum. hahaha. Það finnst mér fyndið. Allir penu og sætu indísvíarnir að halda uppá 20 ára brúðkaupsafmælið sitt. híhí. Við Sólveig erum að pæla að kíkja. Pæling með dressið samt. Massapanikkið yfir Airwaves vali fer svo reyndar að byrja. Ahh...Airwaves. Það er fyndinn tími. Gaman hvað maður sér þar mikið af fólki sem maður hefur aldrei séð áður eða ekki í langan tíma. Allar lærdómsklessurnar og sófakartöflurnar, íþróttamaníurnar og yndislega barnafólkið skríður úr felum og sameinast hörðu miðbæjarrottunum á tónleikum og skemmtanaglensi fram eftir nóttu :) Er bara búin að ákveða dagskrá föstudagsins, hinir dagarnir eru svona..jahh...fer eftir raðastemningu og almennri stemningu bara. Síðasta Airwaves var allavegana frekar hressandi á köflum. Þrátt fyrir heldur dræma raðastemningu þá. Allavegana var laugardagskvöldið á Nasa eftirminnilegt, það er eftir að ég komst loksins inn. Annars var röðin líka eftirminnileg. Og kannski var Nasa ekkert svo eftirminnilegt. Man eftir að hafa teygað ansi marga skrúdrævera á ansi stuttum tíma. Man svo eftir að hafa káfað óhóflega mikið á einhverjum manni. Man ekki mikið meira. Haha. en það hafði svo sem huggulegar afleiðingar bara. Jæja krúsírúsínurnar mínar. Nú vona ég að Sólveig fari að koma svo við getum klárað að horfa á Kill Bill. Og já, þessi mynd er einmitt tekin í kringum síðasta airwaves af engum öðrum en jóhannesi kjartanssyni. Þeim öðlingi og yndislega drengi. Jæja. eigið góðar stundir ástarpungsar. Sjáumst einhver von bráðar!

9 Comments:

At 1:19 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

vííí ég hlakka svo til ....hla.kka. tiiiilll! er reyndar ekkert byrjuð að plana...hmmm

 
At 6:44 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

MJÉR LIGA!

 
At 6:57 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

haha Sólveig og Jóndi eru ekkert smá mikið í stíl!

 
At 3:32 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hlakka til að sjá ykkur á fimmtudag.. en masasa flott mynd og greinilega stíliseruð mynd...

 
At 6:23 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Kemur þú til Íslands yfir Airwawes helgina?

 
At 11:31 f.h., Blogger Jón Trausti Sigurðarson said...

Ha? Káfa á hvaða gaur? Díses!

 
At 4:30 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

á morgun á morgun!!.. ehh..uhhmm kann ekki meir, greinlega langt síðan ég hef horft á annie....hlaaaakka svo tiiiilll

 
At 2:35 e.h., Blogger Sólveig og Georg said...

Til hamingju með 1 árs afmælið í dag

 
At 9:07 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Good times.
Massa gaman að sjá ykkur stöllurnar á Airwaves.

Kv.
Jói

 

Skrifa ummæli

<< Home