What's going on in the kitchen?

cause I don't know what's cooking

föstudagur, júní 01, 2007

ahh...á leiðinni niður..

Þetta fannst mér svo merkilegt að sjá. Til að koma vörum á milli þorpa er enn einna vinsælast að notast við burðarmenn, sem bera uppí 60 kíló á bakinu með burðaról strekkta yfir ennið, og margir bera eflaust miklu meira en það. Reyndar eru asnahjarðirnar líka algengar, asnar eru samt svo dýrir svo það er ekki á allra færi að nota þá. En pælið í því hvað það er ótrúlega steikt að mæta mótorhjóli með einn farþega á sama tíma og einn maður burðast upp fjallið með þyngd sem er ábyggilega meiri en sem nemur mótorhjólafarþeganum. Það er næstum litla grunlausa vesturlandabúanum ofviða að sjá.

Og næst mættum við traktor með kerru fulla af pílagrímum á leið til Muktinat. Til að komast til Muktinat á þessari hlið fjallgarðsins er nefnilega hægt að fljúga sem nemur 7 dagleiðum á fæti, eða til bæjarins Jomson, og þaðan er hægt að ferðast með mótorhjóli og traktorum alla leið upp til Muktinat. Því er ekki svo óalgengt að fólk þjáist af háloftaveiki þar uppi í hæstu hæðum, enda gefst enginn tími til aðlögunar á leiðinni.


Þarna erum við komnar til samgöngu- bæjarins mikla Jomson. Hið fátæka land Nepal er fullt af betlandi börnum, og einna verst var ástandið á þessari gönguleið. Það er eins og það sé næstum sjálfvirkt hjá sumum börnunum að betla af túristunum, eins og það sé eitthvað skilyrt viðbragð þegar maður labbar framhjá, þulin upp æfð lína án þess einu sinni að líta upp. Sum börnin tóku í hendina á manni og hengdu sig á mann og eltu, og vildu helst ekki sleppa fyrr en þau höfðu fengið eitthvað í hendurnar. Stundum hópuðust krakkar í kringum okkur til að æfa enskuna sína, það var nú hressandi tilbreyting :)


enn ein stórkostleg fjallasýnin!


Í lok dags komum við í bæinn Marpha, eplabæinn mikla. Það sem merkilegast var við komuna þangað var að þarna þótti okkur við vera komnar nógu lágt til að mega fá okkur kaffi og bjór án þess að eiga á hættu (frekari) háloftaveiki. Húrra!!!! !!!!! En líka það að þetta er "eplahöfuðborgin" og hægt að fá ljúffengar eplakökur, eplabökur, eplalíkjör og ég veit ekki hvað og hvað. Ótrúlegt alveg hreint. Sérstaklega ef maður fær kaffi með!


og ég held okkur hafi nú ekki veitt af bjórnum, ógeðslega skítugar og klesstar sem við vorum.

2 Comments:

At 11:36 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

eins gott að enginn haldi að ég hafi verið með ykkur í þessari ferð.....

 
At 11:46 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

hahaha. nei. enda hefði kartöflupokinn þinn svo sem átt að gera sitt vanalega gagn hvort eð er.

 

Skrifa ummæli

<< Home