Jæja rúsínudúllurnar mínar. Hvað segiði þá?
Þessa dagana er meira en nóg að gera hér í Svíaríki. Við Sólveig fórum á Yo la tengo tónleika í vikunni. Það var yndislegt. Reyndar fyrir utan nokkra ofurpirrandi tónleikagesti. Ji minn einasti hvað það er óþolandi þegar truflandi, high-á-einhverju einstaklingar komast langleiðina með að eyðileggja tónleika fyrir manni. Þarna var einhver maður sem dansaði óþolandi skankadans og klappaði hátt og úr takt. Var svo alltaf að halla sér að okkur og að reyna að tala við okkur. Ojjj. við tölum ekki við fólk. Hahaha. Svo voru nokkrir krakkar, fremst og upp við sviðið, sem töluðu bara ógó hátt og voru með einhver hrikaleg húrraköll fyrir einhverju lagi sem var löngu byrjað, lágstemmt og ótrúlega huggulegt...ef ekki hefði verið fyrir þessi framíköll. Já. Eins og þið vitið er auðvelt að ergja mig þegar ég vil hafa það náðugt. Og maður vill hafa það náðugt, huggulegt og viðeigandi-hresst á yo la tengo tónleikum. Annars voru hljómsveitarmeðlimir fyndnir. Hinir mestu fullorðins-krútt-lúðar. Ahh. Sem var mjög hressandi tilbreyting frá krútt-kúl pælingunni. Og þau tóku nokkur gömul lög sem og fullt af lögum af nýju plötunni þeirra...sem er svo mikið æði. Mig langar svo að kaupa mér hana. Og það er hellings langur tími síðan ég keypti mér síðast plötu. Svo er það bara Junior Boys í næstu viku!!!!!!!!!!!!!!!! Húrra. Það verður nú meira partýið.
Annars fer mikill tími í skólann þessa dagana. Langir skóladagar plús klukkutíma ferðalag bæði í og úr skólanum gerir það að verkum að eftir heimalestur og lærdóm er ekki mikil orka né tími aflögu fyrir tómstundir. Hahh. Höfðum það samt af að elda fyrir 9 manns á fimmtudaginn. Og hin hefðbundna súkkulaðikaka í eftirrétt. Mmmmm. Svo lærðum við að búa til Tiramisu í gær. Húrra!!!! Og það er mjög einfalt. Ég hélt alltaf að það væri svo flókið. En nei!!! Ahh. Þá er sko gaman að hafa rangt fyrir sér. Það er svo gaman að hafa rangt fyrir sér þegar maður vill ekki hafa rétt fyrir sér. Hahahah. Einmitt já. Svona er ég full af viturlegum ályktunum og hugsunum.
Mér finnst fyndið að Svíþjóð hafi verið ein af þeim þjóðum sem átti frumkvæði að því að senda mótmælaundirskriftalistann vegna hvalveiðanna. Jájá. Ætli öll Skandinavía verði bráðum í fýlu útí okkur? Nú þurfum við að finna eitthvað til að ergja Norðmenn. Við gætum tekið uppá því að finna ógó mikla olíu og gera þá öfundsjúka. Þyrftum reyndar að finna ansi mikla olíu til þess.
Í dag fundum við Sólveig ísskápssegul sem var mynd af Birni Borg. Hvern langar í svoleiðis í jólagjöf?!
4 Comments:
Að mínu mati eru tveir bestu hlutir sem svíþjóð hefur alið af sér Björn Borg og Volvo. - Ég vil samt ekki fá Björn Borg segulstál í jólagjöf, nema það sé áfast Volvo sem fylgir með. Hananú.
Reyndar hef ég líka heyrt það að Volvo sé mun öruggari fyrir fjölskylduna en Björn Borg.....
æj ég fór líka á jólatangó hér í kaupen í gærkveldi, það var svooo yndislegt!! alveg sammála með fullorðins-krúttlúðapælinguna, ótrúlega fyndið! en ég samhryggist með glataða tónleikasamferðamenn, ég hitti einmitt á einn alveg frábæran tónleikasamferðamann hana hildi frænku þína!! mikið var það gaman. ég heimta að fá hitting með ykkur ef þú kemur dansandi til sjoppunnar um miðjan mánuðinn. knús til ykkar!! *kaja
Á Belle & Sebastian á Borgarfirði eystra í sumar stóðu nokkrir ungir menn fyrir frumstæðum söngvum að hætti íslenskra knattspyrnuaðdáenda. Afar niðurdrepandi húliganismi.
Látum nafns þeirra ekki getið en þetta var eflaust ömurlegt á svipaðan máta og ykkar reynsla.
Skrifa ummæli
<< Home