What's going on in the kitchen?

cause I don't know what's cooking

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Dagurinn í dag. Já. Ekki var hann slæmur. Reyndar var hann frekar fínn. Við vorum í fríi í skólanum. Fengum að vita það í gær. Það var ekki leiðinlegt heldur. Strax og ég vaknaði, og sá þessa sýn við hlið mér vissi ég að dagurinn gæti ekki orðið alslæmur.


Eftir að hafa kúrt í smá stund, því enginn var asinn opnaði ég augun og svipaðist um herbergið hvarflaði að mér hvort ég ætti að taka aðeins til. En þá tók ég eftir svoldlu skemmtilegu. Svo ég hljóp út að svölum, svipti upp hurðinni og þá mætti þetta landslag mér

Eftir morgunmatinn "lagði" ég mig aftur. Og síðan fórum við Inga niður í bæ og keyptum miða á tónleika næstu vikunnar. Urðu Yo la tengo og Junior Boys fyrir valinu. Síðan fengum við okkur kaffibolla og lásum Moggann í Menningarhúsinu. Í næstu viku er það Búdapest. Um helgina afmæli, matarboð og söfn. Sífellt styttist svo í þetta.
Ohhhhh. Lífið er ljúft.

1 Comments:

At 6:04 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég vildi að Inga hefði eins herbergi og þú þá væri ég fyrir löngu kominn í heimsókn til ykkar. Og útsýnið er algjör snilld. En þú þarft greinilega að taka til hjá þér. Hvenig þú getur yfirgefið þetta allt og haldið til Budapest er ofar mínum skilningi. Ekki fara með hana Ingu mína í neina vitleysu. Ingvar

 

Skrifa ummæli

<< Home