What's going on in the kitchen?

cause I don't know what's cooking

laugardagur, september 09, 2006

ahh....laugardagur :)
og það sem meira er....hálft í hvoru kæruleysislegur laugardagur.
Á þessum tæpu tveim vikum sem við Sólveig höfum verið hér í Stokkerahólmi höfum við
* sofið
* lagt okkur
* hvílt okkur
* huggað okkur
* farið í IKEA
jábbs. held það sé að mestu leyti það sem við höfum verið að gera..og ég helt að okkur hafi ekki veitt af :)
Herbergin okkar eru líka að verða ofsalega hugguleg. Í gær keypti ég gula rós handa Sólveigu alveg óvænt og hún gaf mér bleika rós. Ég varð ótrúlega hissa.
Í gær gerðist nú fleira merkilegt. Ójá. Cory vinur okkar frá Washington flaug hingað frá Berlín og ætlar að vera í heimsókn fram á þriðjudag. Húrra :) hann er fyndinn. hahahah..gaman að fá fólk í heimsókn..ha...hmmm..?!!!
Jæja. ég er óttalega andlaus eitthvað svo ég ætla að reyna að lesa smá um pöddurnar og taktíkina þeirra.
Ástarkveðjur

2 Comments:

At 4:12 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Vá! Ég var líka ótrúlega hissa. Smá óhuggulegt að við séum farnar að hugsa svona líkt. Þú hissa, ég hissa. Vá!

 
At 7:03 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jæja systir mín, þú verður að fara að kíkja yfir í heimsókn.....farin að sakna þín ansi mikið :( (snökt)

 

Skrifa ummæli

<< Home