What's going on in the kitchen?

cause I don't know what's cooking

fimmtudagur, apríl 24, 2008

Hvaða bull er þetta eiginlega

ég hef sjaldan orðið jafn hissa og þegar ég kom heim af spítalanum í gær og sá fréttirnar. Óeirðir við Rauðavatn. Mér leið næstum eins og ég væri að fylgjast með einhverju leikriti eða fréttum úr annarri vídd þetta var svo fáránlegt. Ekki skánaði það við að fylgjast með Kastljósinu, en talsmaður vörubílstjóra virtist vera að springa bara og sakaði lögguna um að hlera símann sinn. Ég veit ekki einu sinni alveg hverju þeir eru að mótmæla því það er einhvern veginn orðið að einhverju algeru aukaatriði. Jú það er eitthvað í sambandi við hvíldartíma og vegagjald...og svo náttúrulega bensínverðið, eða það held ég að minnsta kosti. En eftir allt þetta get ég nú bara ekki grafið eftir samúð hversu djúpt sem ég fer í mínu hjarta. Kannski einhver þjóð standi með þeim, en ég vil allavega ekki láta kenna mig við þessa þjóð sem þeir eru alltaf að tala um. Og ég er sko heldur ekki að fíla lögguna, þetta er bara allt ein sveitt steik.

Mér dettur margt annað í hug sem er verðugra þessarar athygli þessa dagana, þó heldur annars konar athygli en þá sem eggja og grjótgrýtarar, táragas og kylfur vekja.

En ávalt skal ljúka pósti með fallegum myndum, sérstaklega í prófalestri.

Önundarfjörður um páskana

Gosi, Ég og Mozart eftir fínasta reiðtúr

Sólveig og Ylfa í búningum fyrir nýja íslenska læknadramað

Ást og læti og ástaratlæti - yours truly

1 Comments:

At 12:56 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Rosa smosa gosa flosa fínar myndir hjá þér =)

 

Skrifa ummæli

<< Home