What's going on in the kitchen?

cause I don't know what's cooking

sunnudagur, júlí 30, 2006

Nokkrar staðreyndir

* Ég er orðin fáránlega góð í að múltítaska. Get notað munnskol og þvegið mér í framan á sama tíma. Sem mér þykir nokkuð gott, sérstaklega þar sem ég hef alltaf verið hrædd um að ósjálfrátt gleypa munnskolið. Get hins vegar ekki ákveðið mig hvort þessi monnskols/andlitsþvottar verknaður skuli eiga sér stað fyrir eða eftir tannburstun.

* Í kvöld borðaði ég í fyrsta skipti alvöru sushi. Nú er ekkert því til fyrirstöðu að ég verði ofur kosmó-trendí-hip-kúl og nútímalegur sushi elskandi. Já, fyrsta atrenna gekk mjög vel.

* Ég er náttúrutalent í prjónaborði. Haha...ehh..

* Ég fékk Wasabi korn uppí nefið. Það varð eldur. OMG!

* Í dag gerðum við Sólveig heiðarlega tilraun til að vinna í sólbrúnkunni okkar. Við notuðum sólarvörn nr. 30 þar sem ég er orðin fáránlega paranojd við húðkrabbamein. Við þjáðumst mikið en ÉG er ekkert sérstaklega brún.

* Ég held ég sé enn frekar illa haldin af skólaleiða og því reynist það frekar erfitt að setjast niður fyrir framan tölvuna og reyna að skrifa rannsóknarverkefnið mitt. AF því leiðir að ég er ekki búin að vera sérstaklega dugleg að gera það sem ég átti að eyða helginni í. Uss. ekki segja neinum. Plakatið verður samt tilbúið á réttum tíma.

* It's getting hot in here! en fötin hanga þó enn á.

4 Comments:

At 4:17 f.h., Blogger Sólveig og Georg said...

prufa prufa

 
At 4:17 f.h., Blogger Sólveig og Georg said...

Loksins, hef aldrei get sett inn komment hjá þér áður.....húrra húrra

 
At 7:48 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

vertu aevinlega velkomin systir min :)

 
At 4:19 f.h., Blogger Valý said...

go inga go inga!!! vei!

hvernig kom síðan plakatið út? fáum við ekki að sjá mynd af því á blogginu? :)

 

Skrifa ummæli

<< Home