What's going on in the kitchen?

cause I don't know what's cooking

laugardagur, júlí 29, 2006

Publizen - The very public citizen

Ég rakst á frekar fyndna grein í The Washington Post um daginn. Hún fjallar um Look-at-Me kynslóðina sem er að ryðja sér til rúms í vestrænum heimi. Allt fólkið sem deilir flestu því sem gerist í þeirra persónulega lífi með öðru fólki tengdu internetinu. Eða eins og segir
In varying degrees, publizens grow up, fall in love, choose a college, drink too much, do good deeds, experiment with drugs and sex and kinky hairstyles, sit for tattoos, create art, enter 12-step porgrams, get hitced, give birth, go to work, file for divorce, die and do just about everything else in public.
Það er ekki laust við að ég geti samsvarað mig, og flesta sem ég þekki, við einhvern hluta þessarar upptalningar. Svo er vöngum velt yfir því hvort verið sé að fórna friðhelgi einkalífsins fyrir það að vera ótrúlega hipp og kúl á internetinu. "people would rather be embarrassed in public than ignored privately"
Og hvað getur það kostað - að allar upplýsingar um hvern og einn liggi bara á glámbekk á internetinu fyrir hvern sem vill? Sagt er að persónustuldur sé að verða æ algengari. Reyndar er greinin skrifuð svolítið í anda Bandaríkjamanna sem eru svo paranojd með allt, að allir aðrir starfi með þeim eina tilgangi að skaða Bandaríkjamenn. Svo þeir verða að vinna saman sem þjóð, gefa stjórnvöldum allar upplýsingar sem þeir þurfa, en enginn annar má vita neitt. Sem mér finnst frekar fyndið. Ég las einmitt í blaðinu hérna um daginn að það er verið að ýta á þingið að samþykkja lög sem leyfa ríkisstjórninni að hlera öll þau samtöl og lesa þá pósta og tölvupósta sem útlendingar í Bandaríkjunum ættu við lönd utan Bandaríkjanna. Mér skyldist reyndar á greininni að það ætti þá helst við ef einstaklingur væri grunaður um aðild að hryðjuverkum. En það mætti svo sem skella þeim grun á hverni sem er. Þetta er eitthvað ótrúlega vafasamt. Svo sem í lagi ef maður ákveður sjálfur að setja sig og allt sitt á vefsíðu, en svolítið annar handleggur ef alheimslöggan fer að lesa tölvupóstana mína. haha. samt frekar fyndin tilhugsun. "What is she talking about? why is she talking about skinny dipping in pink swimming-pools in new york? what does it meen? it just doesn't make sense!!!" og ótrúlega frústreraðir gaurar með rauðþrútin augu af þreytu

p.s. hversu fokkt er það að það sem af er árs er búið að myrða 101 manns í Washington DC?! oj barasta

1 Comments:

At 1:15 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

To you good people from the NSA reading this blog; pink swimmingpools are great. You should get a coffee.

 

Skrifa ummæli

<< Home