Kæra dagbók,
mér finnst eitthvað undarlega huggulegt að hafa dagbók á netinu sem eiginlega enginn veit af þó ég viti að hægt er að komast að. Þannig er þetta í augnablikinu eins og mín prívat og persónulega dagbók sem ég verð samt að gera eitthvað fyndna eða skemmtilega ef einhver skildi gægjast hingað inn. Ekki vil ég að fólk missi álit á mér sem einstaklega hressri manneskju ónei. eða öðlist þá fyrstu skynjun á mér að ég sé einstaklega leiðinleg manneskja. Báðir þessir hugsanlegu möguleikar þykja mér slæmir. Aðalkostur prívats opinbera bloggsins míns er eiginlega sá að þar sem ég neyðist til þess að hafa það á einhvern hátt áhugavert, asnalegt eða undarlegt almanneningsálits vegna, þá held ég sjálf frekar að ég sé ógeðslega fyndin og hress þegar ég les þetta seinna meir. Sumir mundu nú kannski segja að það þyrfti nú ekkert að ýta undir þær höldur mínar. En ég segi að það megi alltaf. Ójá. Ahhh...þessar bullsetningar virðast samt ekki vera alveg að standa undir sínu starfsheiti. hmm. æihh. ohh. djöfull er ég ógeðslega misheppnuð. DJÓÓÓÓK!!! hahahahahhaha. glætan.
Góða nótt mín ástkæra dagbók og megi þig dreyma vel
en þá gæti ég samt orðið frekar bitur. því ég er með moskítóbit útum allt. og fullt af þeim. og er búin að klóra mig til blóðs í sumum þeirra. og úr öðrum vessar úr. Mig mundi nú líða ansi mikið betur ef að þig mundi þá dreyma um ógeðsleg moskítóbit og þjást með mér. hahahaha. húrra. ókei bless. ókei?
3 Comments:
halló inga. ohh þú ert svo ógeðslega fyndin. og frábær. og falleg. og yndisleg. og mig skal sko dreyma moskítóbít í alla nótt bara fyrir þig
*þín dagbók
hahaha. Ég skal frekar reisa þig við, slá þig aðeins utan undir, en síðan bara kyssa þig og kjassa því þú ert best. Þakka meistaralega eldunartakta. Hvern hefði grunað að þú gætir galdrað fram súpu, nýbakað brauð, salat, lax og eftirrétt á 20 mínútu. Fáránlegt!
...please where can I buy a unicorn?
Skrifa ummæli
<< Home