What's going on in the kitchen?

cause I don't know what's cooking

þriðjudagur, maí 06, 2008

Ahh..var að koma úr sundi með einum úr uppáhaldsfrændsystkina hópnum mínum. Ó hvað það var yndislegt. Hann Arnór Breki sem er nýorðinn eins árs er nebbla svo montinn með sig að hann reynir að brosa framan í alla, nema hann er líka svo upptekinn af því að sýna tennurnar sínar að hann grettir sig bara í staðinn. Svo reynir hann að purra í vatnið en í staðinn drekkur hann bara ljúffengt sundlaugavatnið. Já hann er fyndinn. Og já, mamma hans, systir mín, var líka þarna. Hún er ágæt líka. Djók. Hún er fyndin. Jább. Hér er mynd af monthausnum með frábærum hong-kong fítus:

Og hér er mynd af ástkærri systu frá tomatinu, hvar hún uppskar ljómandi fallegt glóðurauga eftir fljúgandi tómat:

Þar barðist Sólveig Helga, vel að merkja, hetjulega við mjög sveitt og hárugt bak, hvar tómatleifar héngu fastar á hárunum, á MJög stórum manni. Ég óskaði þess heitt að hafa stærri brjóstaskoru til að geta safnað tómötum í, og allar börðumst við fyrir lífi okkar.
En ætli ég hafi ekki sýnt þessa mynd áður og sagt frá þessu í leiðinni, ha Erla? Það kæmi nú varla á óvart eða hvað.
En þar hafiði allavega það.
nú ætla ég að halda áfram að lesa. Var að frétta að fílingurinn er víst að lesa langt fram á nótt ..ég er alveg búin að missa af þeirri lest. Þyrfti kannski að fara að herða mig...njahh...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home