What's going on in the kitchen?

cause I don't know what's cooking

fimmtudagur, október 30, 2008

Ég get svo svarið það að ég hef aldrei lent í öðru eins. Það getur stundum sökkað að vera kona. Ég man eftir ófáum skiptum á mínum unglingsárum þar sem ég reifst heiftarlega við Sólveigu systur mína og trúði því varla hversu fáránlega ósanngjörn og útí hött hún gat verið. Ég þurfti iðulega að biðja hana afsökunar nokkrum tímum seinna og gat þá kennt hormónasveiflum um alla dýrðina. En að vera undir áhrifum í tæpa viku. Það er bara illa gert. Ég hlýt að hafa gert alheimskarmanu eitthvað.

Er það ekki orðið frekar slæmt þegar maður horfir áhugasamur á heilan þátt með Horatio Caine og félögum hans í C.S.I. Miami? Já. Það vill bregða við þegar próf eru yfirvofandi. Annað er svakalegur bjórþorsti. Úff. Ég lét undan báðum freistingum í kvöld..og próf á morgun. Þetta er svakalegt.

Og ég fékk heilan kleinupoka í sendingu frá pabba mínum um daginn...mmm..heimabakaðar kleinur eru bestar! Það eina sem hann pabbi minn bakar gerir hann stórkostlega vel. Auðvitað frysti ég allan pokann til að teygja þær sem lengst. Og þar sem við eigum engan örbylgjuofn fékk ég mér ristaða(r) kleinu(r) með kaffinu í dag. Það var dásamlegt.

2 Comments:

At 4:47 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ég held þetta sé með heilbrigðari viðbrögðum

 
At 4:31 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

hmmm, nennirdu ad segja pabba ad posturinn se afskaplega fljotvirkur her i Danaveldi og thess vegna gæti einn og einn frystur kleinupoki kannski alveg flogid hingad til Svendborg.... luuuv stora sys

 

Skrifa ummæli

<< Home