What's going on in the kitchen?

cause I don't know what's cooking

miðvikudagur, mars 25, 2009

Ok....ég viðurkenni það fúslega að ég var mikill lúði sem unglingur.
Ég var sko að lesa færslu á B-town hit parade um myndbönd á MTV frá næntís. Það fékk mig til að rifja upp MTV tengdar minningar mínar frá unglingsárum.
Við Hulda vinkona vorum oft að horfa á MTV heima hjá henni eftir skóla (ég var sko alltaf bara með RÚV). Fyrir utan það hvað okkur fanns MTV auglýsingarnar sniðugar, urðum við svona líka heillaðar af öllum dönsunum í heitustu myndböndunum á þessum tíma. Okkur langaði ótrúlega mikið að geta dansað svona dansa, svo Hulda tók nokkur best of vídjó uppá spólu og svo spiluðum við þau í bútum og reyndum að læra dansana. Við lögðum okkur mikið fram..settum æfingadýnur á gólfin og færðum til húsgögn og svona, en vorum kannski heldur of metnaðarfullar miðað við eigin getu. Og það er eins og mig minni að þetta hafi ekki gengið neitt sérstaklega vel eftir því. Við Hulda vorum svo að reyna að rifja upp hvaða vídjó þetta voru sem við vorum svona gagnteknar af....munum í skjótri svipan bara eftir tveimur:Þetta er náttúrulega enn mjög töff myndband en...já...ehmm...sakar ekki að reyna

og svohaha..já það eru margar ástæður fyrir að þykja janet jackson brillíant, margar!

Einnig má nefna að MTV dýrkun Huldu náði aðeins lengra en mín (eins og svo margar "dýrkanir" á þessum tíma) og man ég m.a. eftir sérstökum MTV bakpoka og fl. Held það þætti kannski ekkert sérstaklega kúl í dag. Og þó. Maður veit aldrei, ég þarf að komast í betra samband við unglinginn í sjálfri mér. En þá yrði ég samt kannski hrædd við sjálfa mig. Hmm.....

4 Comments:

At 11:48 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

þú varst sko engin lúði Inga mín og að horfa á þessi myndbönd er eins og að sjá þig ljóslifandi fyrir sér á stofugólfinu :)

áfram Inga.

 
At 12:57 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ætlarðu ekki að blogga meira. það er stutt í næstu próf inga mín. og svo....BÚÍN....og svo...bara eitt ár í viðbót og svo BÚÚÚÚÚÚÚÚÚIIIINNNNNNNN

 
At 2:56 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Free [url=http://www.globalsba.com/online-invoicing.htm]invoice[/url] software, inventory software and billing software to beget competent invoices in before you can say 'jack robinson' while tracking your customers.

 
At 6:07 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

top [url=http://www.c-online-casino.co.uk/]free casino bonus[/url] hinder the latest [url=http://www.realcazinoz.com/]realcazinoz.com[/url] unshackled no set aside bonus at the foremost [url=http://www.baywatchcasino.com/]www.baywatchcasino.com
[/url].

 

Skrifa ummæli

<< Home