Halló halló og gleðilegt ár.
Marta var að kvarta yfir því að finna hvergi fyrsta hluta marokkó ferðasögunnar, svo ég ákvað að birta hana fyrir Mörtumús. Í nýrri og endurbættri útgáfu þar sem myndum hefur verið bætt við.
laugardagur, desember 27, 2003
Mumking sawerk minfanglick
Jaeja..gledileg jól aftur allir saman. Vonandi hafid thid öll saman haft thad yndislegt, vid hér í Granada höfum svo sannarlega unad okkur vel, étid, lesid og sofid út í eitt. Já thad segi ég satt. En nú held ég sé kominn tími á smá ferdasögu, thad hefdi ég nú haldid og thó fyrr hefdi verid.
Já thad maetti nú segja ad Marokkó hafi nú verid eitthvad og heldur betur. Mjög ljúfsárt ferdalag samt, kannski svona saettljótt...jaeja..hér kemur smá belgsogbidusaga. Vid lögdum sum sé fimm saman, ég, Marta og Mummi og Lilja og Steindór, af stad til Marokkó á sunnudeginum 14.desember, tókum ferjuna yfir til Seuta, sem er spaenskur baer í Marokkó.
Nýlent í Seuta
Thegar vid komum yfir landamaerin beid okkur svo fyrsta haggl ferdarinnar af ótalmörgum, thegar semja átti um leigubílafar til Chefchauen, fyrsta áfángastadarins, en hann Mummi stód sig eins og hetja thó vid borgudum adeins meira en vid hefdum átt ad gera. Chefchouen er alveg yndislegur yndislegur lítill baer og ótrúlega fallegur. Chefchauen
Blár er einkennislitur baejarins og ef madur labbar í gamla hlutanum eru stundum allar götur, veggir og tröppur máladar bláar. Ótrúlega fallegt og skemmtilegt. Og svo gistum vid á alveg yndislega fallegu hosteli med magnadri terrösu thar sem vid sátum fyrsta kvöldid og töldum stjörnuhröp..held vid höfum séd um 20 thad var svo fáránlega stjörnubjart.
Uppi á terrösunni
En í thessum litla bae eyddum vid threm dögum í ad rölta um, taka myndir, skoda búdir, drekka myntute, borda marokkósúpur og braud og svo skelltum vid okkur í Hammon, marokkóskt badhús. Thad var nú meira. Vid stúlkurnar byrjudum á thví ad fara, en thad var spes tími fyrir konur ad bada sig og annar tími fyrir kallana. Allavegana, vid komumst í thetta badhús fyrir tilstilli hans Jamel vinar okkar, sem hafdi einmitt sagt okkur ad konurnar faeru alltaf naktar, thví taer vaeru jú bara...konur. Thannig ad vid gerdum thad og tipludum rassaberar á eftir konu einni inn í lítid badherbergi. Thar settumst vid á bekk og bidum eftir ad konan fylllti fötur af heitu vatni. Svo tók hún ad nudda okkur med ledju í bak og fyrir, ad thví loknu skoladi hún okkur med heitu vatni og tók thar naest ad skrúbba á okkur húdina med heldur hördum skrúbbi svo vid kveinkudum okkur undan. Ad thví loknu thvodi hún á okkur hárid med sjampóinu mínu, sem hún var svo aedislega hrifin af ad ég gaf henni thad í thakkarskyni fyrir gott bad. Thegar hún hafdi thvegid okkur og greitt á okkur hárid var svo bara allsherjarskolunin eftir, en thá stódum vid upp og hún hellti yfir okkur vatni. Thetta var ansi merkileg upplifun. Svo komumst vid ad thví svona smám saman, er vid sáum adrar konur tiplandi um á brókunum, ad vid hefdum átt ad halda naerbuxunum á. Svona getur madur verid vitur eftir á. Á eftir okkur skelltu strákarnir sér í bad, en their fengu víst alsherjarnudd, thar sem their voru togadir og teigdir á alla kanta og látid braka í hverjum lidamótum. Thegar vid hittum thá eftir badid tóku their ad lýsa thví á ansi háfleygan hátt og töludu um hvernig their svifu um göturnar eftir thad. Könnudumst vid stúlkurnar eilítid vid thá lýsingar, en thó fannst okkur betra, hversu afskaplega okkur var hlýtt. Um kveld og naetur var kuldinn nefnilega ad drepa okkur tharna í Marokkó og maetti líkja herberginu okkar vid kaldan helli eda ad tjalda um hávetur uppá Esjunni.
Á markaði í Chefchauen
Én margt fleira gerdist í thessum yndislega bae, jájájá, hittum vid thar frábaera stúlkukind frá New York, hana Jennifer, sem hefur ferdast um allan heim, Kína, Japan, Indland, Evrópa, Mid-Amerأka og ég veit ekki hvad og hvad. Og núna er hún ad laera ljósmyndun í nefjórk
Allavegana, kveldin í Chefchouen voru ívid skrautleg, en hann Jamel leiddi okkur á veitingastad thar sem berbera-trommu tónleikar voru haldnir á kveldin. Thar hittum vid flóruna alla af fyndnu fólki. Naegir thar ad nefna Thjódverjann Hans, sem var ad flýja fall á einhverju prófi í Týskalandi og er frednasti madur sem ég hef hitt..magnid sem hann reykti var nú alveg ótrúlegt, bara vafin jóna eftir jónu sem og ýmis taeki til theirrar idju voru brúkud. Nú svo var thad norsarinn sem var 60 eda 70 ára og var alveg ad flippa og hann Chad sem var kanadأskur en átti börn í Svíthjód sem höfdu medal annars búid med honum í Thailandi, en nú er hann bara í Marokkó ad tjilla, mála og spila á gítar....thetta voru svona their helstu held ég.
Anyroad, eftir endalaust chill og yndislegt líferni í Chefchouen héldum ég Marta, Mummi og Jennifer til Fés, en skildum Lilju og Steindór eftir.
Laet ég Mörtu og Mumma um ad skrifa framhald sögunnar